* ATH. Ekki reyna fara yfir á / vatn nema dýptin sé þekkt og í samræmi við getu ökutækisins í eigendahandbókinni. Ef farið er yfir vatn getur það valdið skemmdum sem falla mögulega ekki undir ábyrgð nýja ökutækisins. Alltaf að aka á ábyrgan hátt utan vega á samþykktum svæðum.

MERKIÐ ER EKKI SJÁLFGEFIÐ

Það er ekki sjálfgefið að Jeep® ökutæki hljóti Trail Rated® merkið - það er áunnið. Sérhvert Trail Rated 4x4 hefur farið í gegnum röð krefjandi prófana í fimm flokkum: dráttargetu, vatnsgetu, stjórn, aðlögunarhæfni og umhverfismiða. Alltaf tilbúinn í ævintýrin - ert þú það?

  • HÆÐ FRÁ JÖRÐU

    Trail Rated® veghæðin veitir þér nóg pláss á milli undirhliðar ökutækisins og jarðvegs, sem gerir þér kleift að aka yfir steina og trjáboli og koma um leið í veg fyrir skemmdir á undirlagi. Aðkomu-, brot- og brottfararhornið eru hámörkuð og hjálpa þér að fara yfir svæði sem ekki er hægt að fara framhjá.

  • VAÐHÆÐ

    Með Trail Rated® getunni geturðu farið yfir straumharðar ár sem önnur ökutæki myndu ekki þora að prófa. Rafmagnstengingar og önnur op eru innsigluð og loftinntak er staðsett hærra til að vernda ökutækið þegar ekið er í gegnum yfirfullar ár, læki og djúpa regnpolla.

  • SVEIGJANLEIKI

    Bestu ævintýrin eiga sér yfirleitt stað á erfiðasta jarðveginum en góður liðleiki kemur sér ekki bara vel þegar ekið er utan vegar. Torfær svæði eða djúpar holur krefjast hámarks sveigjanleika í fjöðrun. Hærri liðleiki hjálpar hjólunum að haldast stöðug og virk þegar eitt eða fleiri dekk eru frá jörðu.

  • VEGGRIP

    Jeep® Brand Trail Rated® 4x4 ökutæki hafa togkraft til að takast á við erfiðustu og ófyrirsjáanlegustu akstursskilyrði. Hvort sem þú vilt takast á við erfiðasta landslag jarðar eða komast heim í gegnum erfitt snjóskafl, þá er Jeep Brand Trail Rated ökutækið þitt hannað til að takast á við það.

  • LÆTUR AÐ STJÓRN

    Vertu snöggur að forðast hindranir á slóðinni, farðu um þröng bil og aktu á öruggan hátt um hversdagslegt ævintýri. Þökk sé nákvæmri stýringu og bestuðu hjólhafi getur Jeep® Brand Trail Rated® 4x4 ökutækið þitt léttilega farið þröngar slóðir og erfiðar aðstæður á veginum.

RAFMAGNAÐU FERÐINA

Trail Rated® 4xe aflrásirnar bjóða upp á nýja orku og spennandi torfæruakstur. 4xe er prófaður, sannaður og hannaður til að uppfylla þekkta staðla og ber vott um nýsköpun og arfleifð Jeep® vörumerkisins. Þegar þú upplifir 4xe getu veistu að utanvegaævintýri eru bjartari en nokkru sinni fyrr.

ORKA FYRIR UMHVERFIÐ

Trail Rated® ökutæki með rafmagni er núna afl sem má reikna með. Jeep® 4xe línan heiðrar arfleifð sannreyndrar Trail Rated getu. Upplifðu kraft ævintýranna ásamt krafti í höndum þínum til að breyta og varðveita umverfið sem við deilum öll. Það er löng leið framundan en við stefnum saman í rétta átt.

100% RAFMAGNSGETA
SÓLARORKA FYRIR TORFÆRUR
VATNSVARINN RAFHLÖÐUPAKKI
HLÍFÐARPLÖTUR ÚR STÁLI

TORFÆRURNAR BÍÐA EFTIR ÞÉR

Utanvegaakstur er meira en bara afþreying. Þetta er lífsstíll. Með „Badge of Honor“ appinu* getur þú gengið til liðs við Jeep® samfélagið og sigrað stórkostlegar torfæruleiðir um Bandaríkin. Uppgötvaðu slóða eftir staðsetningu, hápunktum eða erfiðleikum og fáðu opinber merki til að skreyta þinn Jeep®.

*Ekki aðgengilegt fyrir íslenskan markað

UPPLIFÐU NÁTTÚRUNA

Skoðaðu Jeep® Trail Rated® myndagalleríið okkar og uppgötvaðu hápunkta ævintýranna.

ÝTARLEGAR PRÓFANIR

Trail Rated® prófun hefst í nýjustu aðstöðunni í höfuðstöðvum FCA US LLC áður en haldið er út í eitthvert erfiðasta landsvæði jarðar. Jeep® Brand Trail Rated 4x4 ökutæki þola ekki bara fjandsamlegan kulda Norður-Michigan og ófyrirgefanlega steina Rubicon - þau sigra þá! Tvísýnir slóðar og veðurfar eru aðeins til þess fallin að styrkja hina merkilegu Trail Rated getu þeirra.

  • COMPASS

    Kynntu þér torfærutölfræði og eiginleika Trail Rated® Jeep® Compass Trailhawk®.

  • 21.8 HÆÐ FRÁ JÖRÐU (CM)
    30.4° AÐKOMUHORN
    34° BROTTFARARHORN
    48.3 VAÐHÆÐ (CM)
  • RENEGADE

    Kynntu þér torfærutölfræði og eiginleika Trail Rated® Jeep® Renegade Trailhawk®.

  • 22 HÆÐ FRÁ JÖRÐU (CM)
    30.5° AÐKOMUHORN
    34.3° BROTTFARARHORN
    48 VAÐHÆÐ (CM)
  • WRANGLER 4XE

    Kynntu þér torfærutölfræði og eiginleika Trail Rated® Jeep® Wrangler 4xe Rubicon.

  • 27.4 HÆÐ FRÁ JÖRÐU (CM)
    43.9° AÐKOMUHORN
    37° BROTTFARARHORN
    80 VAÐHÆÐ (CM)
  • GRAND CHEROKEE 4XE

    Kynntu þér tölfræði og eiginleika Trail Rated® Jeep® Grand Cherokee 4xe Trailhawk® með Quadra-Lift® loftfjöðrun.

  • 27.7 HÆÐ FRÁ JÖRÐU (CM)
    35.7° AÐKOMUHORN
    30° BROTTFARARHORN
    61 VAÐHÆÐ (CM)